Fréttir

Matís og Landbúnaðarháskóli Íslands framlengja samstarfssamningi

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Nú fyrir stuttu var samstarfssamningur endurnýjaður og milli Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ).

Nú um nokkurt skeið hafa Matís og LBHÍ átt í góðu samstarfi um verkefni og rannsóknir á sviði rannsókna, kennslu og nýsköpunar. Samningurinn er með það að markmiði að afla nýrrar þekkingar um hollustu, öryggi og sérstöðu íslenskra landbúnaðarafurða og miðla henni til atvinnulífsins og samfélagsins alls. Tilgangur samningsins er tvíþættur og lýtur annars vegar að rannsóknum, þróun og nýsköpun matvæla úr landbúnaði og hins vegar að kennslu- og fræðslu fyrir verkkaupa.

Samstarfssamningur Matís og LBHÍ 2010
Frá vinstri: Áslaug Helgadóttir, deildarforseti Auðlindadeildar og jafnframt aðstoðarrektor rannsóknamála LBHÍ, Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís og Ágúst Sigurðsson, rektor LBHÍ.

Nánari upplýsingar um samstarfið veita Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís og Ágúst Sigurðsson, rektor LBHÍ.