Fréttir

Matís auglýsir eftir fagstjóra í Neskaupstað

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Matís rekur starfstöð á Austurlandi sem er staðsett í Múlanum í Neskaupstað. Starfsemin er tvíþætt og skiptist í þjónustumælingar (örveru- og efna) og þróunar- og rannsóknarstörf. Starfstöðin hefur yfir að ráða öflugu lífmassaveri sem er notað við rannsóknarvinnu sem og til að þjónusta matvæla- og líftækniiðnaðinn í landinu.

Starfssvið

  • Öflun viðskiptavina, samskipti við fyrirtæki, einstaklinga og sveitarfélög
  • Rekstrarleg ábyrgð á starfsstöðinni í Neskaupstað
  • Mótun stefnu starfsstöðvarinnar og lífmassavers í Neskaupstað
  • Verkefnaöflun
  • Skipulagning, forgangsröðun og samhæfing verkefna og mælinga
  • Umsjón með starfsmannamálum á starfsstöð

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun er kostur
  • Góð færni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður
  • Reynsla af mælingum og öflun og stjórnun rannsóknaverkefna er æskileg

Starfshlutfall er 100%. Viðkomandi mun starfa á rannsóknastofu Matís í Neskaupstað.

Matís er leiðandi á sviði matvælarannsókna og líftækni. Hjá okkur starfar kraftmikill hópur sem brennur fyrir því að finna nýjar leiðir til að hámarka nýtingu hráefnis, auka sjálfbærni og efla lýðheilsu.

Öll kyn eru hvött til að sækja um. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá auk símanúmers eða tölvupóstfangs hjá meðmælenda.

Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2023

Nánari upplýsingar um starfið veitir:

Guðmundur Stefánsson, fagsviðsstjóri, gst@matis.is, sími: 422 5048.