Fréttir

Matís skipuleggur ásamt fleirum ráðstefnu um þurrkun

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Dagana 17.-19. júni fer fram ráðstefna í Reykjavík um þurrkun. Ráðstefnan er norræn og er hún haldin í 4. sinn.

Þema ráðstefnunnar í ár er tækni, ferlar og afurðir sem eru mikilvægar fyrir samfélög og fyrirtæki, þ.m.t. þær áskoranir sem taka þarf tillit til þegar kemur að gæðum, þróun, lausn vandamála, orkunýtingu og áhrif á umhverfið, áhrif á loftslag og lífkerfið í heild sinni.

Nánari upplýsingar veitir Sigurjón Arason hjá Matís, sigurjon.arason@matis.is.