Fréttir

Matís þátttakandi á ráðstefnu – “Lifandi auðlindir hafsins – langtíma stefnumótun og aflareglur”

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Ráðstefna um langtímastefnumótun fyrir nýtingu lifandi auðlinda hafsins verður haldin í Bíósal á Hótel Loftleiðum föstudaginn 25. febrúar.

Hún hefst kl. 9:00 um morguninn og stendur til kl. 16:20. Ráðstefnan er haldin af Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og Hafrannsóknastofnuninni og titill hennar er „Lifandi auðlindir hafsins – langtíma stefnumótun og aflareglur“.

Alls munu 14 fyrirlesarar fjalla um efnið frá ýmsum sjónarhornum. Þar á meðal verða tveir erlendir gestir, þeir Steve Murawsky frá NOAA í Bandaríkjunum sem mun fjalla um reynslu Bandaríkjamanna af mótun langtímastefnu við stjórnun fiskveiða og Paul Dengbol frá Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) sem mun fjalla um aðkomu ICES að mótun aflareglna fyrir stjórn á nýtingu fiskistofna í Norður-Atlantshafi.

DAGSKRÁ
Setning
Herra Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Steve Murawski
On long-term harvesting goals in the US and results of fisheries management in recent years (Um langtíma nýtingu fiskistofna og árangur fiskveiðistjórnunar í Bandaríkjunum)

Kristján Þórarinsson
Alþjóðlegir sáttmálar, nýtingarstefna og varúðarleið við stjórn fiskveiða

Jóhann Guðmundsson
Markmið fiskveiðistjórnunar, íslensk löggjöf og viðhorf stjórnvalda

Friðrik Már Baldursson
Aflaregla í þorski – 15 ára reynslusaga

Daði Már Kristófersson
Sjávarútvegur og langtímasýn

Einar Hjörleifsson
Nýtingarstefna og aflareglur – frá stefnu til athafna

Matarhlé

Poul Degnbol
Management plans in the ICES advice – development and
experiences (Nýtingaráætlanir og ráðgjöf
Alþjóðahafrannsóknaráðsins – þróun og reynsla)

Björn Ævarr Steinarsson
Forsendur ráðgjafar Hafrannsóknastofnunarinnar

Eggert B. Guðmundsson
Umhverfismerkingar og krafa markaðarins um sjálfbærar veiðar og langtíma nýtingarstefnu

Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís
Nýting auðlinda sjávar

Atli Gíslason
Sjálfbær nýting auðlinda hafsins

Skúli Skúlason
Samráðsvettvangur fyrir þróun nýtingarstefnu

Jóhann Sigurjónsson
Nýting fiskistofna – framtíðarsýn

Sigurgeir Þorgeirsson
Samantekt á niðurstöðum ráðstefnu og ráðstefnuslit

Fundarstjórar
Hrefna Karlsdóttir og Erla Kristinsdóttir

Allir velkomnir!

Sjá nánar um ráðstefnuna á www.hafro.is/radstefna

IS