Fréttir

Matreiðslumaður / matráður

Matís óskar eftir að ráða matráð til starfa í mötuneyti  starfsmanna að Vínlandsleið 12 í Reykjavík.

Starfssvið

Starfið felst í að vinna samhliða matráði Matís við umsjón mötuneytis þar sem boðið er upp á morgunverð og hádegisverð sem er eldaður frá grunni.  Matís leggur mikla áherslu á framleiðslu fjölbreyttra, ferskra og hollra rétta fyrir starfsfólk og gesti en í höfuðstöðvum Matís í Reykjavík starfa u.þ.b. 100 manns.  Vinnutími er kl: 8:00 – 14:30.

Hæfniskröfur

  • Menntun á sviði matreiðslu og/eða mjög góð þekking á fjölbreyttri matargerð
  • Reynsla af matreiðslu í stóreldhúsi/mötuneytum
  • Snyrtimennska og stundvísi
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Lipurð í mannlegum samskiptum
  • Metnaður til að ná árangri í starfi
  • Nýjungagirni og vilji til að þróast í starfi

Frekari upplýsingar veitir Jón H. Arnarson, mannauðsstjóri  í síma 422-5000, netfang: jon.h.arnarson@matis.is 

Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst 2014.

Meðferð umsókna:
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum um auglýst störf verður svarað þegar ráðið hefur verið í starfið. Almennum umsóknum er svarað innan 7 daga og eru þær geymdar í sex mánuði.  Umsækjendur eru beðnir um að endursenda almennar umsóknir að sex mánuðum liðnum ef viðkomandi óska eftir að vera áfram á skrá