Fréttir

Matvæladagur MNÍ – tilnefningar til Fjöreggsins

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Matvæladagur MNÍ 2016 verður haldinn á Hótel Natura fimmtudaginn 20. október. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Áhrif matvælarannsókna í breyttum heimi og verður fjallað um væntanlegar neyslubreytingar á heimsvísu og mikilvægi menntunar og rannsókna í því samhengi.

Að venju verður „FJÖREGG MNÍ,“ veitt á Matvæladegi fyrir lofsvert framtak á matvæla- og/eða næringarsviði. Fjöreggið, íslenskt glerlistaverk, hannað og framleitt hjá Gleri í Bergvík, verður eins og áður veitt með stuðningi frá Samtökum iðnaðarins.

Öllum er frjálst að tilnefna vörur eða gott framtak fyrirtækja, stofnana eða félagasamtaka sem sýnt hafa frumkvæði og skarað fram úr á matvæla- og/eða næringarsviði og eru þess verðug að keppa um verðlaunin. Mikilvægt er að setja fram rökstuðning með tilnefningunni.

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að láta vita af því sem þeir telja að vel sé gert á þessu sviði.

Tilnefningar, merktar „Fjöregg MNÍ“, á að senda á netfangið mni@mni.is ekki seinna en 20. september.

IS