Fréttir

Meistaranámsfyrirlestrar úr „Auðgaðir sjávarréttir“

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tveir meistaranemendur við matvæla- og næringarfræðideild HÍ í samstarfi Matís og Rannsóknastofu í Næringarfræði, þær Valgerður Lilja Jónsdóttir og Harpa Hrund Hinriksdóttir munu kynna lokaverkefni sín  á morgun í Háskóla Íslands (Háskólatorg Ht 101: 6.júní 14:00-16:00). Verkefnin eru hluti af norrænu verkefni um auðgun matvæla. 

Matís og fyrirtækið Grímur kokkur hafa á undanförnum fjórum árum unnið saman að verkefnum um auðgun sjávarrétta með lífefnum á borð við þörungaduft, hýdrólýsat og fiskiolíum. Tilgangurinn var að nýta andoxunarvirkni, auka próteininnihald og omega-3 fitusýrur. Verkefnið var styrkt af AVS sjóðnum 2010 til 2012.

Í framhaldinu var farið af stað með tveggja ára norrænt verkefni styrkt af Nordic Innovation, sem sneri einnig að framleiðslu íblöndunarefna í matvæli. Fyrirtækin Marinox sem framleiðir þörungaduft, Norður með próteinhydrolysöt og  norska fyrirtækið BioActiveFoods með bragðlaust omega-3 duft tóku þátt í verkefninu ásamt rannsóknafyrirtækinu VTT í Finnlandi og finnsku fyrirtæki sem framleiðir sjávarrétti.

Í norræna verkefninu hefur farið fram vöruþróun á auðguðum sjávarréttum í samstarfi við Grím kokk og var gerð íhlutandi rannsókn til að kanna lífaðgengi n-3 fitusýra sem bætt er í tilbúna rétti Miklar vonir eru bundnar við afrakstur þessa verkefnis en þarna unnu saman nýsköpunar- og matvælafyrirtæki í tengslum við háskóla og þekkingarfyrirtæki. 

Tveir meistaranemendur við matvæla- og næringarfræðideild HÍ í samstarfi Matís og Rannsóknastofu í Næringarfræði, þær Valgerður Lilja Jónsdóttir og Harpa Hrund Hinriksdóttir munu kynna lokaverkefni sín sem unnin voru sem hluti af norræna verkefninu á morgun í Háskóla Íslands (Háskólatorg Ht 101: 6.júní 14:00-16:00)

Matís mun halda áfram rannsóknum á þessu sviði í EU verkefninu Enrichmar.

IS