Fréttir

Mjög vel sóttur fundur um loðnu

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Nú stendur yfir ráðstefna á Akureyri um loðnu og loðnuveiðar en tilefnið er að hálf öld er liðin frá því að Íslendingar hófu hagnýtingu á loðnu. Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur Matís, heldur erindi á ráðstefnunni og ber erindi Sigurjóns heitið “Tækniþróun í fiskimjölsiðnaði”.

Markmið ráðstefnunnar er að ná heildstæðu yfirliti um nýtingu á loðnu og sýna hvað hefur áunnist á fimmtíu árum. Farið verður yfir stöðu stofnsins, þróun iðnaðar, helstu afurðir og markaði, efnahagslegt mikilvægi loðnu og möguleg sóknarfæri.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og tengiliði má finna á vef Háskólans á Akureyri og á vef Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri.

Nánari upplýsingar hjá Matís veitir Sigurjón Arason.

IS