Fréttir

Mörg hundruð evrópskir nemar vildu koma til Íslands!

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Vel á fjórða hundrað erlendra nema sóttu um að komast á námskeið á Íslandi!

Dagana 10. til 18. mars verður haldið á Íslandi alþjóðlegt námskeið á vegum BEST á Íslandi. BEST (Board of European Students of Technology) eru evrópsk samtök háskólanema í tæknigreinum.

Alls eru 81 evrópskir háskólar í 30 löndum aðilar að samtökunum, en íslenskt aðildarfélag var stofnað af nemendum Háskóla Íslands árið 2005. Megintilgangur BEST er að bjóða nemendum aðildarháskólanna upp á aukreitis menntun í formi stuttra námskeiða ásamt því að gefa nemendum tækifæri á að kynnast menningu og tungumálum annarra þjóða.

Námskeiðið sem haldið verður á Íslandi í næstu viku ber yfirskriftina “Eat that! Innovation in food technology and nutrition“ og er haldið af BEST í nánu samstarfi við Matís (www.matis.is) og Háskóla Íslands en auk þeirra koma Háskólinn í Reykjavík, Landspítali Háskólasjúkrahús, Marel og Lýsi að verkefninu.

Á námskeiðinu verður fjallað um „næringu í nýsköpun“ frá A til Ö. Á meðan á vikulangri dvöl stendur munu evrópsku nemendurnir hlýða á fyrirlestra hjá prófessorum við Háskóla Íslands, starfsmönnum Matís og starfandi verkfræðingum, heimsækja íslensk fyrirtæki og fara í vettvangsverðir. Einnig munu nemendurnir meðal annars heimsækja Gullfoss og Geysi og Jökulsárlón.

Þess má geta að þeir nemendur sem komust að á þessu námskeiði þurfa einungis að greiða fyrir hluta fargjalds til og frá landinu en styrkur var fenginn frá Evrópu unga fólksins (Youth in Action) fyrir öllum öðrum kostnaðarliðum námskeiðsins fyrir hvern þátttakanda.

Gríðarlega mikill áhugi var fyrir námskeiðinu en alls sóttu á fjórða hundrað evrópskir háskólanemar um þátttöku. Þar sem fjöldi þátttakanda var takmarkaður komust einungis 22 til Íslands að þessu tilefni. Fjöldi umsókna sýnir að mjög mikill áhugi er hjá menntuðum evrópskum ungmennum að læra af Íslendingum um matvæla- og næringarfræði ásamt því að kynnast landi og þjóð.

Vinsamlegast hafið sambandi við forseta BEST á Íslandi fyrir nánari upplýsingar og viðtöl.
Berglind Rós Gunnarsdóttir
Forseti BEST á Íslandi
Board of European Students of Technology
www.BEST.eu.org

S: 866-3650
Netfang:
 berglind@bestreykjavik.com