Fréttir

Neysla Íslendinga á seleni, arseni, kadmíum og kvikasilfri úr sjávarafurðum

Lilja Rut Traustadóttir heldur fyrirlestur til meistaraprófs í Háskóla Íslands 3. febrúar nk. en rannsókn hennar byggir á aðferðafræði heildarneyslurannsókna. Niðurstöður rannsóknarinnar má nýta til stefnumótunar í lýðheilsu og þá sérstaklega sem ráðleggingar til ungra kvenna um hollustu sjávarafurða.

Fyrirlesturinn fer fram í Öskju, stofu N-132, þann 3. febrúar kl. 15-16.

LiljaRut_Auglysing_MS_fyrirlestur

Um rannsóknir á heildarneyslu aðskotaefna

Matís er þátttakandi í athyglisverðu Evrópuverkefni (www.tds-exposure.eu) þar sem þróaðar verða aðferðir til meta hversu mikið af óæskilegum aðskotaefnum fólk fær úr matvælum.

Verkefnið heitir Rannsókn á heildarneyslu aðskotaefna úr matvælum, Total Diet Study Exposure, og er unnið í samstarfi við 19 Evrópulönd og er verkefnið styrkt að hluta úr 7. rannsóknaáætlun Evrópu (FP7).

Helga Gunnlaugsdóttir, fagstjór hjá Matís, er aðal tengiliður Matís í þessu verkefni og veitir hún nánari upplýsingar um rannsóknina.