Fréttir

Nýr ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðar í heimsókn hjá Matís

Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kom nú fyrir stuttu ásamt nokkrum starfsmönnum ráðuneytisins í heimsókn til Matís. Kynnti hann sér starfsemi Matís, hitti Svein Margeirsson, forstjóra Matís og nokkra starfsmenn fyrirtækisins.

Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra og
Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís.
Gunnar Bragi Sveinsson og Sveinn Margeirsson

Heimsóknin var ánægjuleg og mikilvægt fyrir Matís að varpa ljósi á þau góðu verk sem starfsmenn fyrirtækisins inna af hendi.

Við þökkum ráðherra og starfsfólki ráðuneytisins fyrir heimsóknina.