Fréttir

Opinn kynningarfundur um þorskeldi á Ísafirði

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Matís heldur opinn kynningarfund á þorskeldi í Þróunarsetri Vestfjarða á morgun, miðvikudaginn 26. september. Á fundinum munu Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, Þorleifur Ágústsson, verkefnastjóri hjá Matís, og Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, fjalla um stöðu og horfur fiskeldis hér á landi, einkum á Vestfjörðum. Þá mun Karl Almås, framkvæmdastjóri hjá SINTEF í Noregi, fjalla um fiskeldi í Noregi.

Tími: 26. september, 12:15-13:40.

Staðsetning: Þróunarsetur Vestfjarða, Árnagata 2-4, Ísafirði.

Dagskrá (PDF).