Fréttir

Öskudagurinn á Matís

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Landsmenn hafa væntanlega ekki varhluta af því að í dag er Öskudagurinn og yngri kynslóðin á ferli í alls kyns múnderingum. Nokkrir hópar hafa litið inn hjá Matís í Borgartúni 21 og sungið, sumir m.a.s. á dönsku! Við fengum að smella myndum af þessum kátu gestum.

Anna Sigrún, móttökuritari á Matís, var vel undirbúin, skartaði sjálf fjólublárri hárkollu og hafði birgt sig upp af sælgæti. Söngglaðir gestir komu því ekki að tómum kofanum, heldur fengu bæði hefðbundið sælgæti en voru ekki síður ánægðir með að fá harðfisk að launum fyrir sönginn.

Nemendur úr Lauganes- og Laugalækjarskóla
Sungið af lífi og sál
Stelpur úr Laugalækjarskóla

Flestir söngvaranna voru nemendur úr Laugarnes- og Laugarlækjaskólum.