Fréttir

Ráðstefna 8. september. Nýsköpun og tækifæri í íslenskri matvælaframleiðslu

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Orkídea og Landbúnaðarháskóli Íslands halda ráðstefnu um nýsköpun og tækifæri í matvælaframleiðslu þann 8. september næstkomandi á Hótel Selfossi. Rósa Jónsdóttir og Kolbrún Sveinsdóttir starfsmenn Matís halda þar erindi um Framleiðslu nýrra próteina fyrir matvæli og fóður.

Brýnt er að auka matvælaframleiðslu í heiminum verulega á næstu áratugum vegna sífellt vaxandi íbúafjölda heimsins. Í þessu felast miklar áskoranir þar sem stór hluti af nýtanlegu gróðurlendi heimsins er þegar notað í landbúnaðarframleiðslu. Nýtanlegir fiskistofnar eru margir komnir að þolmörkum og vaxandi skortur er á orku og vatni til fæðuframleiðslu. Í þessum áskorunum felast jafnframt mikil tækifæri fyrir Ísland sem ætlunin er að varpa ljósi á þessum viðburði sem er samstarfsverkefni Orkídeu, Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins, Háskólans á Bifröst, Íslandsstofu, Lax-inn fræðslumiðstöðvar, Matís, Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins, Samtökum smáframleiðenda matvæla og Ölfus Cluster.

Myndbandsupptökur frá ráðstefnunni má finna með því að smella á hnappinn hér að neðan:

Dagskrá ráðstefnunnar má finna hér:

Fundarstjóri: Vigdís Häsler, framkv.stj. Bændasamtaka Íslands