Fréttir

Rannsóknir á næringu móður á meðgöngu á heilsu hennar og barns

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Í þættinum Vísindin og við sem sýndur er á Hringbraut er viðtal við Ingibjörgu Gunnarsdóttir prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og Agnesi Þóru Árnadóttir, PhD nema hjá Matís.

Í viðtalinu ræðir Ingibjörg um hvaða áhrif næring á meðgöngu hefur á heilsu bæði móður og barns og rannsóknir sem gerðar hafa verið til að meta almennt næringarástand. Agnes Þóra hefur verið að skoða áhrif næringu móður á meðgöngu á þarmaflóru barnsins. Sýnin eru tekin við 4 mánaða aldur, 6 mánaða aldur, 1 árs og 2 ára. Verið er að fylgjast með því hvernig þarmaflóran þróast hjá þessum börnum og það skoðað út frá því hvað móðirin er að borða á meðgöngunni. Bæði er rannsakað lífsýni og spurningarlisti, sem mæður eru beðnar um að svara.

Við mælum með að horfa á þáttinn í heild sinni á Hringbraut:

https://hringbraut.frettabladid.is/sjonvarp/visindin-og-vid/seria-2-thattur-6-ingibjorg-gunnarsdottir/