Fréttir

Riðugensgreiningar Matís í Bændablaðinu

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Sæmundur Sveinsson

Fagstjóri

saemundurs@matis.is

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtist viðtal við Sæmund Sveinsson, fagstjóra erfðarannsókna hjá Matís og var umfjöllunarefnið rannsóknarverkefni sem hann vinnur nú að um leit að verndandi genabreytileika í sauðfé gegn riðu.

Í frétt Bændablaðsins „Verkefni um leit að verndandi genabreytileika í sauðfé gegn riðu“ var fjallað um verkefni Matís sem styrkt er af Fagráði í sauðfjárrækt og er unnið í samstarfi við Keldur. Verkefnið snýst um að betrumbæta riðugensgreiningar á Íslandi með því að bæta við arfgerðagreiningum á þeim verndandi breytileika sem þekktastur er fyrir að veita mikla vernd gegn riðu í sauðfé. Um er að ræða annað verkefni af tveimur á Íslandi í dag sem ganga út á riðugensgreiningar.

Í viðtalinu fjallar Sæmundur um möguleikana sem felast í þessum betrumbótum en áréttar þó að hér sé ekki um neina skyndilausn að ræða heldur muni verkefnið mögulega skila verkfæri sem geti nýst í baráttunni við riðu til lengri tíma litið.

Fréttina má lesa í heild sinni í síðasta tölublaði Bændablaðsins eða á vefsíðunni bbl.is hér: Verkefni um leit að verndandi genabreytileika í sauðfé gegn riðu

IS