Fréttir

Salvör Jónsdóttir nýr stjórnarformaður Matís

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Salvör Jónsdóttir var nýverið kjörin nýr stjórnarformaður Matís. Hún tekur við af Hákoni Stefánssyni, sem gegnt hefur stöðunni frá árinu 2019.

Salvör lauk meistaraprófi í skipulagsfræði við University of Wisconsin-Madison og hefur unnið við skipulagsmál í áratugi. Hún hefur meðal annars starfað við skipulag matvælakerfis í Bandaríkjunum og var um árabil sviðsstjóri skipulagssviðs hjá Reykjavíkurborg. Auk þess hefur hún gegnt stöðu aðjúnkts við HR. Salvör vinnur nú að doktorsrannsókn við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands þar sem hún skoðar þætti í náttúru- og félagsvísindum með það markmiði að bæta framleiðslukerfi í landbúnaði með tilliti til sjálfbærrar þróunar. Í rannsókninni er m.a. hugað að fæðuöryggi hérlendis.

Við þökkum Hákoni Stefánssyni fyrir vel unnin störf og bjóðum Salvöru Jónsdóttur hjartanlega velkomna.