Fréttir

Sigurvegarar í Íslandsmeistarakeppninni í matarhandverki 2014

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Nú er fyrsta Íslandsmeistarakeppnin í matarhandverki yfirstaðin. Keppnin var að þessu sinni opin fyrir allar Norðurlandaþjóðirnar og fór fram í Norræna húsinu 13. nóvember.

Matís og Ný norræn matvæli II stóðu að þessari keppni. 

Samhliða keppninni var haldin ráðstefna þar sem hægt var að fræðast um hvernig frændur okkar á Norðurlöndunum hafa stutt og markaðssett matarframleiðslu úr héraði. Ráðstefnan var styrkt af ÍslandsstofuIcelandairNorræna húsinu og Mjólkursamsölunni.

Keppendur voru frá öllum Norðurlöndunum og voru skráðar 110 vörur. 
Keppt var í 8 mismunandi flokkum.

Hér má sjá lista yfir vinningshafa:

Mjólkurafurðir:

Gull     Arla Unika, Sirius (ostur), Danmörk
Silfur   Den Blinde ku, Blåmandag (ostur), Noregur
Brons  Skärvångens bymejeri, Rosalina (ostur), Svíþjóð

Kjötafurðir:

Gull     Sjónarsker, Klettur (þurrkryddaður, saltaður og reyktur lærvöðvi), Ísland
Silfur   Bjarteyjarsandur, Birkireyktur bláberjavöðvi, Ísland
Brons  Bjärhus gårdsbutik, Bjärhus ölpinne (þurrkuð hrápylsa), Svíþjóð

Fiskafurðir:

Gull     Leif Sørensen, Fish chips, Færeyjar
Silfur   Sólsker, Makrílpate, Ísland
Brons  Sólsker, Heitreyktur makríll, Ísland

Ber, ávextir og grænmeti:

Gull    Útoyggjafelagið, Meadowsweet syrup, Færeyjar
Silfur  Útoyggjafelagið, Rabarbusaft, Færeyjar
Silfur  Holt og heiðar, Rabarbarasulta með vanillu, Ísland

Bakstur:

Gull   Cum Pane ekologisk bakverkstad, Fröknäcke (hrökkbrauð), Svíþjóð  

Súrdeigs bakstur:

Gull    Sandholt, Reykt graskersbrauð, Ísland
Silfur  The Coocoo’s Nest, Súrdeigsbrauð, Ísland

Nýsköpun í matarhandverki:

Gull    Örtagård Öst, Skuren marmelad, Svíþjóð
Silfur  Urta Islandica,  SPRETTUR-orku og úthalds jurtate fyrir íþrótta- og fjallgöngufólk, Ísland

Salt:

Gull    Saltverk, Birkireykt salt, Ísland
Silfur  Norður & Co, Norðursalt – íslenskt flögusalt, Ísland

Nánari upplýsingar veitir Gunnþórunn Einarsdóttir hjá Matís.