Fréttir

Sjálfbærni verður súrefni fyrir ferðaþjónustu framtíðarinnar

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Á Nýsköpunarvikunni sem fer fram í þessari viku mun Íslenski Ferðaklasinn í samstarfi við Matarauð Íslands, Matís og Hacking Heklu, standa fyrir viðburði sem mun m.a tengja saman tækifæri í matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu á Norðurlöndunum, hvernig við stöndum saman að auknum gæðum, öryggi og samstarfi þvert á greinar, lönd og virðiskeðjur.

Þar verður einnig skoðuð þróun á sjálfbærni fyrir ferðaþjónustuna og tengingu við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna en verkefnið var unnið á sumarmánuðum með stuðningi frá Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Kynningin verður á fimmtudaginn klukkan 10:00 og mun hún fara fram á netinu.

Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.