Fréttir

Stjórn SEAFOODplus fundaði í Reykjavík

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Í dag lauk tveggja daga fundi stjórnar SEAFOODplus – risaverkefnisins, en fundurinn var haldinn í Sjávarútvegshúsinu. Sem kunnugt er tekur Rf þátt í SEAFOODplus og Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rf, situr í stjórn verkefnisins.

Sjöfn var því gestgjafi stjórnarinnar að þessu sinni og hún segir að um hefðbundinn fund stjórnarinnar hafi verið að ræða, en stjórn SEAFOODplus hittist þrisvar sinnum á ári til að ræða framgang verkefnisins.

Seafoodplus er í raun samheiti fjölda mismunandi verkefna sem hafa það meginmarkmið að auka neyslu á sjávarfangi, rannsaka áhrif sjávarfangs á heilsu og vellíðan fólks, stuðla að auknu öryggi sjávarafurða og frekari fullvinnslu sjávarfangs.