Fréttir

Styrkur óæskilegra efna í íslensku sjávarfangi vel undir hámarksmörkum ESB

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Markmiðið með verkefninu er að sýna fram á stöðu íslenskra sjávarafurða m.t.t. öryggi og heilnæmis og nýta gögnin við gerð áhættumats á matvælum til að tryggja hagsmuni neytenda og lýðheilsu.

Verkefnið byggir upp þekkingargrunn um magn óæskilegra efna í efnahagslega mikilvægum tegundum og sjávarafurðum, það er skilgreint sem langtímaverkefni þar sem útvíkkun og endurskoðun er stöðugt nauðsynleg.

Þessi skýrsla tekur saman niðurstöður sem fengust árið 2022 og eru almennt í samræmi við fyrri niðurstöður sem fengust á vöktunarárunum 2003 til 2012 og 2017 til 2021.

Öll sýni af sjávarfangi, sem greind voru árið 2022, innihéldu díoxín, díoxínlík PCB (DL-PCB) og ekki díoxínlík PCB (NDL-PCB) undir hámarksgildum skv. ESB reglugerðum. Niðurstöðurnar leiddu einnig í ljós að styrkur þungmálma, t.d. kadmíums (Cd), blýs (Pb) og kvikasilfurs (Hg) í ætum hluta sjávarafla var vel undir þeim hámarksmörkum sem ESB setur.

Skýrsluna í heild sinni er hægt að nálgast hér.

IS