Fréttir

Sýnaöflun í fjöruferð

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Verkefnin sem starfsnemar og sérfræðingar hjá Matís taka sér fyrir hendur eru margvísleg. Í síðustu viku brá Þóra Valsdóttir, verkefnastjóri, sér í fjöruferð ásamt starfsnemunum Romain Canuel og Sabrina Rechtsteiner.

Ástæða þess að farið var í fjöruferð var sú að í verkefninu MINERVA var komið að sýnaöflun. Markmið MINERVA verkefnisins er að gera vannýttum lífauðlindum, í þessu tilfelli lífmassa úr þörungum sem vaxa um alla Evrópu, hærra undir höfði. Það verður gert með því að bæta vinnsluaðferðir og stuðla þannig að minni sóun og þróa nýjar, verðmætar hágæða vörur úr hráefninu.

Sýnaöflunin gekk vel enda um auðugan garð að gresja eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Frekari upplýsingar um verkefnið má finna á verkefnasíðu þess hér: MINERVA