Fréttir

Þekking fyrir þjóðarbúið – glærur frá vorráðstefnu Matís

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Vorráðstefna Matís var haldin 16. apríl sl. Margur áhugaverður fyrirlesarinn hélt erindi á ráðstefnunni og eru erindin nú komin á heimasíðu Matís.

Samhliða fyrirlestrum var sýning á afrakstri samstarfs Matís og fjölda fyrirtækja. Má nefna þar nefna Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands, Godthaab frá Vestmannaeyjum og Norðurskel svo fáein séu nefnd á nafn.

Óhætt er að segja að ráðstefnan hafi tekist vel og þeir sem sóttu hana heim orðið margs vísari.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Steingrímu J. Sigfússon setti ráðstefnuna að viðstöddu fjölmenni.

Fyrirlestrar (pdf):
Þekkingarvísitala – Friðrik Friðriksson, formaður stjórnar Matís
Nýsköpun og afrakstur – Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís
Hundruðaföld virðisaukning; eru möguleikarnir endalausir? – Hörður Kristinsson, Matís, University of Florida
Sjávarútvegur; markaðsmál, ímynd, vöruþróun og vinnsla – Kristján Hjaltason, ráðgjafi
Líftækni framtíðarinnar – Jakob Kristjánsson og Ragnar Jóhannsson, Matís
Tækifæri í  íslenskum landbúnaði – Guðjón Þorkelsson, Matís
Leiðin til lífsgæða – Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði
Hvert á að sigla til að ná í besta aflann? – Steingrímur Gunnarsson, Trackwell
Fjármögnun nýsköpunar og rannsókna í Noregi – Friðrik Sigurðsson, Sintef MRB AS
Nýting í nýju ljósi – Sveinn Margeirsson og Sigurjón Arason, Matís
Íslensk matvæli: upplifun, menning, sérstaða  – Brynhildur Pálsdóttir, Listaháskóli Íslands, Matís
Menntun í matvælum – framtíðin í faginu – Inga Þórsdóttir, Háskóli Íslands