Fréttir

Umfjöllun um örverurannsóknir Matís við eldgosið í Geldingadölum í frönsku sjónvarpi

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Pauline Vannier

Verkefnastjóri

pauline.vannier@matis.is

Sjónvarpstökulið frá Frakklandi slóst í för með starfsfólki Matís upp að eldgosinu við Fagradalsfjall. Leiðangurinn var hluti af verkefninu AirMicrome þar sem verið er að kanna örlög loftborinna örvera sem fyrstu landnema í jarðnesk samfélög.

Sjónvarptökuliðið frá France TV náði stórkostlegum myndskeiðum af eldgosinu og ræddi við Pauline Vannier hjá Matís sem leiddi tökuliðið um svæðið og útskýrði verkefnið í grófum dráttum.

Myndskeiðið má finna hér. Umfjöllunin um AirMicrome hefst á mín. 7:30.