Fréttir

Upphafsfundur íslenska hluta MareFrame vel sóttur

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Upphafsfundur íslensku tilviksrannsóknarinnar í MareFrame verkefninu er nú ný afstaðinn, en hann fór fram þriðjudaginn 10. júní. Matís tekur þátt verkefninu í samstarfi við Háskóla Íslands og Hafrannsóknarstofnun. Evrópuverkefnið MareFrame miðar að því að þróa fjölstofna fiskveiðistjórnunarkerfi að íslenskri fyrirmynd.

Dr. Anna Kristín Daníelsdóttir sviðsstjóri hjá Matís er verkefnastjóri íslenska hluta MareFrame. Hún segir fundinn hafa tekist vel og verið vel sóttur.

 „Markmiðið var að fá sjónarmið hagaðila um þróun og mótun íslensku tilviksrannsóknarinnar um íslenskt fjölstofna fiskveiðistjórnunarkerfi. Í MareFrame verkefninu er mikið lagt upp úr góðu samstarfi við sjómenn, útgerðir og vinnslu ásamt öðrum hagsmunaaðilum sem koma að stjórnun fiskveiða, en það er lykilatriði við innleiðingu fjölstofna fiskveiðistjórnarkerfis.“

 „Fulltrúar frá helstu hagaðilum sóttu fundinn s.s. Landsamband Íslenskra Útvegsmanna, Landsband smábátaeigenda, Samtök fiskvinnslustöðva, MSC, Fiskistofa og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.“

Fleiri samstarfsfundir ráðgerðir í verkefninu enda er þar lögð áhersla á vistvæna, sjálfbæra, félagslega og hagræna stjórnun. Auk þess sem byggt er á því sem vel hefur verið gert í íslenskri fiskveiðistjórnun, m.a. notkun á fjölstofnalíkaninu „Gadget“ sem var þróað af íslenskum þátttakendum verkefnisins og er notað víða erlendis.

Að MareFrame verkefninu koma alls 28 stofnanir, fyrirtæki og háskólar í 10 Evrópulöndum (Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Pólland, Bretland, Spánn, Ítalía, Rúmenía, Noregur og Ísland) ásamt Suður Afríku, Ástralíu og Nýja Sjálandi.