Fréttir

Verkefni sem Matís tekur þátt í í fréttum um alla Evrópu

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Chill on verkefnið er til umfjöllunar á Euronews fréttastöðinni frá 3. til 9. júní.

Chill-on verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu og miðar að því að bæta gæði og öryggi, gagnsæi og rekjanleika í birgðakeðju á kældum / frystum fiskafurðum með því að þróa hagkvæma tækni, tæki og leiðir til áframhaldandi eftirlits og skráningu á viðeigandi gögnum og úrvinnslu gagna.

Hér má finna tengil á myndbrot um Matís á sjónvarpsstöðinni.

Á vefsíðu verkefnisins kemur m.a. fram að markaðssvæði Evrópusambandsins sé annar stærsti markaður í heimi fyrir fersk og frosin matvæli og að viðskipti með kæld og frosin matvæli aukist ár frá ári. Þar segir einnig að fiskur sé í þriðja sæti af þeim matvælum sem mest sé neytt af í Evrópu og vegna þess hve ferskur fiskur sé viðkvæm vörutegund hafi verið ákveðið að rannsaka allt sem viðkemur gæðamálum og rekjanleika í birgðakeðju og flutningum með kældan og frystan fisk í verkefninu.

Rannsóknir Matís í verkefninu snúa að mestu að fiskafurðunum og aðferðum til að auka geymsluþol og öryggi þeirra, en samstarfsverkefni af þessari stærð opnar fyrir ýmsa nýja möguleika og þekkingarflæði hingað heim.

Þættirnir um Chill on eru á dagskrá á eftirtöldum tímum:

Fim. 3. júní kl.            17:45
Fös. 4. júní kl.            00:45      08:45      12:45
Lau. 5. júní kl.            05:45      11:15      16:45     21:45
Sun. 6. júní kl.            09:45      13:45      19:45
Mán. 7. júní kl.            08:15      17:45     
Þri. 8. júní kl.              00:45       12:15     17:15
Mið. 9. júní kl.             00:45       09:15     15:45