Handbækur

Kjötbókin

Íslenska kjötbókin kom á markað 1994 og hefur verið í notkun til dagsins í dag hjá kjötvinnslum, slátur-húsum, skólum og öllum þeim sem höndla með kjöt og kjötvörur.

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Íslenska kjötbókin kom á markað 1994 og hefur verið í notkun til dagsins í dag hjá kjötvinnslum, slátur-húsum, skólum og öllum þeim sem höndla með kjöt og kjötvörur. Miklar framfarir hafa orðið í greininni og því tímabært að endurútgefa slíka bók. Hér er hún komin í nýjum búningi þar sem ný tækni gerir það mögulegt að koma á framfæri upplýsingum um kjöt og kjötvörur með mun skilvirkari og fjölbreyttari hætti en áður var hægt í prentaðri bók.

Þessi rafræna útgáfa bókarinnar sem hér birtist er öllum opinn til frjálsrar afnota, þó ber að geta upprunans  séu upplýsingar úr bókinni nýttar í hverskyns annarskonar útgáfu.  Vistun bókarinnar er með þeim hætti að hægt er að prenta hana út í heild sinni, valda kafla eða einstakar síður og útbúið þær sem hluta af sínu kynningarefni þó þannig að hver einstök síða er merkt upprunanum og er innihald hennar óbreytanlegt.

Kjötbókin er byggð upp þannig að henni er skipt í eftirfarandi kafla: lambakjöt, nautakjöt, svínakjöt, hrossakjöt, fuglakjöt og svo atriðisorðaskrá.  Í hverjum kjötkafla er síðan ítarleg lýsing viðkomandi tegundar, byrjað á beinabyggingu síðan heiti vöðva með númerum og svo er skrokkurinn brytjaður niður, myndir af flestum vöðvum, þeir nefndir og skýrt út hvaðan þeir koma og hvernig þeir eru teknir.

Á síðunum eru tenglar fyrir ýmis ítarefni s.s. næringarinnihald, stærð og þyngd stykkja, kjötmat, framleiðsluupplýsingar og svo einnig aðgangur að fræðsluefni úr fyrri rannsóknum viðkomandi kjöttegundar. Þar er einnig að finna tengla fyrir uppskriftir og á einstaka stað sýnikennsla um úrbeiningu.

Höfundar bókarinnar eru Guðjón Þorkelsson matvælafræðingur og Óli Þór Hilmarsson kjötiðnaðarmeistari (starfsmenn Matís ohf). Það er Matís ohf sem stendur að þessari útgáfu með dyggum stuðningi búgreinafélaga, Landbúnaðarháskóla Íslands og Framleiðnisjóði landbúnaðarins.

IS