Mikilvæg áhersluefni í efnamælingunum (varnarefnamælingar, næringargildi o.s.frv.) eru samsetning hráefnis og afurða í matvælavinnslu og fóðurgerð og þær breytingar á gæðum þeirra og öryggi sem verða við vinnslu og geymslu t.d. næringargildi, geymsluþol og stöðugleiki.
Fjölmargar efnamælingar eru framkvæmdar hjá Matís sem þjónusta við viðskiptavini, þær algengustu eru:
- Almennar efnamælingar (prótein, fita, salt,vatn, aska o.fl.).
Matís hefur faggildingu frá Swedac, sænsku faggildingastofunni á 8 almennum efnamælingum - Gæðamælingar á fiski og fiskafurðum (TVN, Totox, rótamín og fl.).
- Mælingar á stein- og snefilefnum. Tengiliður: Natasa Desnica
Stein- og snefilefni eru mæld í matvælum, fóðri og umhverfissýnum. Matís hefur faggildingu frá Swedac, sænsku faggildingastofunni á aðferð fyrir 9 málma í fiski og fiskiolíu, kjöti og mjólk. - Varnaefnamælingar. Tengiliður: Eydís Ylfa Erlendsdóttir
Hjá Matís eru framkvæmdar varnarefnamælingar í ávöxtum, grænmeti og kornvöru, mælingarnar eru faggildar frá Swedac, sænsku faggildingastofunni. Hjá Matís eru greind 192 varnarefni. Varnarefnum er oftast skipt í 4 flokka skordýraeitur, illgresiseyða, sveppalyf og stýriefni, en það eru efni sem stjórna vexti plantna.
- Næringargildi fyrir merkingar.
Matís getur aðstoðað þig við að útbúa næringaryfirlýsingu (áður kölluð næringargildismerking). Við ráðleggjum þér hvaða efni þarf að mæla og hvernig standa skuli að sýnatöku. Ef mögulegt er að reikna út næringargildið þá tökum við það að okkur. - Hægt er að fá nánari upplýsingar um merkingar matvæla á vefsíðu Matís hér: Umbúðamerkingar – Matís (matis.is)
- ÍSGEM gagnagrunnurinn getur nýst við merkingar matvæla. Upplýsingar um gagnagrunninn og leit í honum má nálgast hér: ÍSGEM