Næringarefnamælingar

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Matís býður upp á mælingar á efnainnihaldi (næringargildi) matvæla. Einstaklingar og fyrirtæki geta komið með sýni af nánast hvaða matvöru sem er og óskað eftir mælingu. Slíkt er afar hentugt t.d. þegar nýjar vörur koma á markað enda mikilvægt í margra augum að hafa slíkar upplýsingar aðgengilegar.

Matís heldur utan um ÍSGEM gagnagrunnin (íslenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla). ÍSGEM gagnagrunnurinn geymir upplýsingar um efnainnihald matvæla á íslenskum markaði hvort sem það eru íslenskar eða erlendar vörur. Upplýsingarnar eru m.a. um prótein, fosfór, natríum og kalíum í 1200 fæðutegundum. Einnig fylgja upplýsingar um önnur meginefni en prótein, auk gilda fyrir kalk og magnesíum.

  • Birtar eru fáanlegar upplýsingar um 45 efni í um 1200 fæðutegundum. Meðal efnanna eru prótein, fita, kolvetni, vatn, orka, vítamín, steinefni og fjögur óæskileg efni; kvikasilfur, blý, kadmín og arsen.
  • Ein tafla er fyrir hverja fæðutegund.
  • Allar töflurnar sýna innihald í 100 grömmum af ætum hluta.
  • Gildi í ÍSGEM gagnagrunninum lýsa samsetningu þeirra sýna sem voru efnagreind. Ef samsetningin var metin með útreikningum eiga niðurstöðurnar aðeins við viðkomandi uppskrift og forsendur. Efnainnihald flestra fæðutegunda er breytilegt og því getur verið að gildi í ÍSGEM eigi ekki við öll sýni af viðkomandi fæðutegund.
  • Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um gögnin hér til vinstri á síðunni.
IS