ÍSGEM

Heiti verkefnis: ÍSGEM

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Íslenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla er aðgengilegur á heimasíðu Matís

ÍSGEM geymir gögn um næringarefni í matvælum á íslenskum markaði og hefur verið lykiltæki fyrir  næringarrannsóknir, opinbera ráðgjöf um mataræði, næringargildismerkingar og vöruþróun í matvælafyrirtækjum. Þá sækja einstaklingar upplýsingar um matvæli í grunninn á vefsíðu Matís. Fyrsta gerð ÍSGEM var tekin í notkun 1987 og er grunnurinn nú í umsjón Matís.