Kryddjurtir lengja geymsluþol matvæla

Heiti verkefnis: Kryddjurtir

Samstarfsaðilar: Gróðrarstöðin Ártangi

Rannsóknasjóður: Matvælasjóður

Upphafsár: 2023

Þjónustuflokkur:

graenmeti-og-korn

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Gróðrarstöðin Ártangi er eigandi verkefnisins og hefur samið við Matís um ráðgjöf, mælingar og vöruþróun. Stefnt er að framleiðslu markaðsvara úr kryddjurtum til hagnýtingar í matvælaiðnaði í þeim tilgangi að ná fram ásættanlegu geymsluþoli án hefðbundinna rotvarnarefna. Kryddjurtir búa yfir gagnlegum eiginleikum eins og andoxunarvirkni. Neytendur hafa vaxandi áhuga á matvælum með náttúrulegum efnum í stað tilbúinna aukefna. Reiknað er með að matvælaiðnaðurinn sjái tækifæri í því að nota rotvarnir unnar úr jurtum í stað hefðbundinna rotvarnaefna og komi þannig til móts við óskir neytenda.