Matarvísindavefur

Heiti verkefnis: Matarvísindavefur

Samstarfsaðilar: Matis, Ísland, Háskóli Íslands, Heilbrigðisvísindasvið, Matvæla- og næringarfræðideild, Ísland University of Warsaw, Pólland

Rannsóknasjóður: EIT Food

Upphafsár: 2023

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Í dag er ofgnótt af ýmsum upplýsingum og fullyrðingum um matvæli og næringu frá ýmsum aðilum sem stangast oft á sem gerir það erfitt fyrir hinn almenna neytenda að finna og velja áreiðanlegar upplýsingar til að byggja ákvarðanir sínar á. Skortur er á sýnileika opinberra leiðbeininga/upplýsinga um matvæli og tengsl við t.a.m. heilsu og sjálfbærni. 

Markmiðið með þessu forverkefni um Matarvísindavef er að kanna leiðir til að gera einstaklingum/neytendum betur kleift að taka upplýstari ákvarðanir (hollari/sjálfbærari) varðandi matarval sitt og auka gagnsæi og þátttöku í virðiskeðju matvæla. Hugmyndin er að þróa matvælafræði tengdan vef sem tekur mið af þörfum og miðlunarumhverfi sem neytendur nota mest í dag, ekki síst ungir neytendur. Í verkefninu verða (1) leitast við að finna áhrifaríkustu leiðir til að útbúa efni og koma Matvælavísindavefnum á framfæri og í notkun (2) meta áhuga og þátttöku hagaðila á Íslandi s.s. mismunandi deilda innan háskóla, yfirvalda á sviði lýðheilsu og menntunar, þeir sem koma beint að kennslu og fræðslu, matvælaiðnaður, nemendur og aðrir ungir neytendur, (3) forprófun á völdu efni innan Matvælavísindavefsins, (4) meta áhrif Matarvísindavefsins hvað varðar áhuga, traust og hagnýtingu og þar með meta möguleg samfélagsleg áhrif.

Þá gæti Matarvísindavefurinn verið tæki til að þjálfa og bæta samskipta- eða miðlunarfærni vísindafólks sem hefur menntun sem tengist virðiskeðju matvæla (matvælafræði, næringarfræði, nýsköpun, sjálfbærni ofl.).

Matís hefur umsjón með verkefninu.
Tengiliðir: Kolbrún Sveinsdóttir og Þóra Valsdóttir.