Microalgae In IT

Heiti verkefnis: Nýting smáþörunga í fiskeldisfóður

Rannsóknasjóður: BlueBio Cofund, Tækniþróunarsjóður

Upphafsár: 2021

Þjónustuflokkur:

Þörungar

Tengiliður

Elísabet Eik Guðmundsdóttir

Verkefnastjóri

elisabet@matis.is

Microalgae In IT verkefnið hefur það markmið að þróa hringrásarkerfi þar sem koltvísýringur úr útblæstri og næringarefni úr hliðarafurðum landbúnaðar eru nýtt til að efla vöxt smáþörunga.

Fylgst verður með eiginleikum smáþörunganna m.t.t. næringarefnainnihald og uppsöfnun eiturefna og gerðar verða tilraunir með ræktunarskilyrði til að hámarka framleiðslu lífmassa og prótíninnihald. Einnig verða gerðar tilraunir með vinnslu á þörungum til að gera næringarefni aðgengileg og möguleika þeirra sem fæðubótarefnis í fiskeldi prófaðir með eldistilraun í regnbogasilungi.