BruXOS – Verðmætasköpun úr hliðarafurð bjórgerðar

Heiti verkefnis: Verðmætasköpun úr hliðarafurð bjórgerðar

Samstarfsaðilar: Ölgerðin Egill Skallagrímsson

Rannsóknasjóður: Matvælasjóður, Kelda

Upphafsár: 2022

Þjónustuflokkur:

Grænmeti og korn

Tengiliður

Björn Þór Aðalsteinsson

Verkefnastjóri

bjornth@matis.is

BruXOS miðar að því að þróa aðferð til framleiðslu verðmæta úr bruggunarhrati (korn sem búið er að meskja og fellur til við bjórframleiðslu).

Aðferðin byggir á að nota ensím sem umbreyta trefjum í hratinu í xylosa fásykrur. Ensím sem nýtt verða til verkefnisins voru nýlega skilgreind hjá Matís í tengslum við önnur rannsóknarverkefni, einkum CarboZymes.  Afurðir aðferðarinnar verða tvær: xylosa fásykrur (xylooligosaccharides, XOS) og próteinríkur lífmassi sem eftir stendur eftir útskilnað sykranna. Xylosa fásykrur eru eftirsótt afurð sem notuð er sem aukaefni í matvæli og sem fæðubótarefni. Þær breyta bragð- og áferðareiginleikum matvæla og hafa s.k. prebiotic áhrif – hvetja til vaxtar heilbrigðrar örveruflóru í meltingarvegi. Lífmassinn er ákjósanlegur til nýtingar í fóðurgerð.

BruXOS hefur hlotið fjármögnun úr Matvælasjóði, Keldu, í tvígang – úr úthlutun árin 2021 og 2022. Auk þróunar fyrrgreindrar aðferðar, þá felur verkefnið í sér uppskölun á framleiðslu-ferlinum, framleiðslu á afurðunum tveimur (XOS og próteinum), og notkun þeirra til íblöndunar í matvæli (XOS) og fiska-fóðurs (prótein). Loks verður skynmat framkvæmt á matvælunum sem innihalda XOS og á fiski sem alinn hefur verið með fóðrinu.