SOS – Vinnsla fásykra úr stórþörungum með ensímvinnslu

Heiti verkefnis: Vinnsla fásykra úr stórþörungum með ensímvinnslu

Rannsóknasjóður: Matvælasjóður, Kelda

Upphafsár: 2023

Þjónustuflokkur:

Þörungar

Tengiliður

Björn Þór Aðalsteinsson

Verkefnastjóri

bjornth@matis.is

Markmið verkefnisins er að þróa aðferð til framleiðslu fásykra úr stórþörungum (þangi, þara, söl, o.fl). Verkefnið er liður í að leita leiða til aukinnar hagnýtingar stórþörunga sem vaxa í miklum mæli við strendur Íslands en hafa lítið verðgildi og nýting þeirra er mjög takmörkuð.

Stórþörungar innihalda, auk annarra lífefna, fjölbreyttar fjölsykrur s.s. ulvan, fucoidan, carrageenan, xylan, laminarin og alginat. Fásykrur, sem hægt er að framleiða með niðurbroti fjölsykra, eru notaðar í matvælaiðnaði til að breyta bragð- og áferðareiginleikum og vegna prebiotic áhrifa þeirra (jákvæð áhrif á örveruflóru í meltingarvegi). Þar sem fásykrur eru hitaeiningasnauðar (brotna ekki niður í meltingarvegi) leiðir notkun þeirra í matvælum í stað fitu- og eða sykurs til hollari matvæla. Verkefnið miðar að þróun nýrra tegunda fásykra sem framleiddar yrðu með niðurbroti fjölsykra úr stórþörungum með ensím niðurbroti.  Ensím sem nýtt verða til verkefnisins voru nýlega skilgreind hjá Matís í tengslum við önnur rannsóknarverkefni, einkum CarboZymes og Marikat.