CAZyme-X – Ný sykruensím

Heiti verkefnis: Ný sykruensím

Samstarfsaðilar: Eva Nordberg-Karlsson (Lund University), Anne S. Meyer (DTU)

Rannsóknasjóður: Rannsóknasjóður Rannís, Verkefnisstyrkur

Upphafsár: 2022

Þjónustuflokkur:

thorungar

Tengiliður

Björn Þór Aðalsteinsson

Verkefnastjóri

bjornth@matis.is

Markmið CAZyme-X verkefnisins er að bera kennsl á og skilgreina sykruensím (CAZymes) af áður óþekktri byggingu og virkni sem brjóta niður fjölsykrur stórþörunga.

Fáum ensímum af þessum toga hefur verið lýst til þessa, en það felur í sér tækifæri til uppgötvana. Skilgreining slíkra ensíma myndi m.a. skapa frekari grundvöll til líftæknilegrar hagnýtingar stórþörunga.

Gen ensíma sem brjóta niður flóknar fjölsykrur eru gjarnan staðsett í þyrpingum í erfðamengjum örvera. Slíkar þyrpingar innihalda gjarnan fjölda gena sem hafa óskilgreinda virkni, en staðsetning þeirra í þyrpingunum bendir til að þau hafi virkni í niðurbroti fjölsykra. Í verkefninu munum við bera kennsl á þyrpingar sykruensíma í erfðamengjum örvera; leita gena í þyrpingunum sem hafa óskilgreinda virkni, framleiða þau á rannsóknarstofu og skilgreina virkni þeirra – í leit að nýjum sykruensímum.