Rannsókn á getu íslenskra þörunga til að hafa áhrif á metan framleiðslu kúa

Heiti verkefnis: SeaCH4NGE-PLUS

Rannsóknasjóður: Loftslagssjóður/RANNÍS

Upphafsár: 2020

Þjónustuflokkur:

Umhverfisrannsóknir

Tengiliður

Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir

Verkefnastjóri

asta.h.petursdottir@matis.is

SeaCH4NGE-PLUS mun rannsaka úrval íslenskra þörunga m.t.t. efnainnihalds og áhrif mismunandi vinnsluferla á getu valdra þörunga til að minnka metanlosun frá kúm. Þörungasýnin -og afurðir þeirra munu síðan vera rannsökuð erlendis m.t.t. metanlosunar í tilraunum sem líkja eftir meltingu kúa. Verkefnið gæti leitt til nýsköpunar og dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði auk hagnýtingar á vannýttum íslenskum auðlindum.