Lífefni úr sjávarörverum geta nýst á fjölbreyttan hátt þar á meðal sem lyf og heilsuvörur. Verkefnið SECRETed (Sustainable Exploitation of bio-based Compounds Revealed and Engineered from natural sources) er Evrópuverkefni sem gengur út á skimun sjávarörvera fyrir slíkum efnum og framleiðslu efnanna í sérstökum frumuverksmiðjum.
Matís mun skima örverustofna og víðerfðamengi (metagenome) örverusamfélaga hafsins í kringum Ísland auk strandhvera og þróa sérstakar frumverksmiðjur hitakærra örvera til framleiðslu valinna efna.
SECRETed er þverfaglegt Evrópuverkefni (H2020), samstarf Háskóla, rannsóknarstofnanna og stórra og lítilla fyrirtækja. Verkefnið gengur út á sjávarlíftækni þar sem markmiðið er að einangra og framleiða náttúruleg efni með „yfirborðsvirkni“ (surfactants) og einnig ákveðna gerð flutningsefna (siderophores). Nýta má slík efni í lyfjaiðnaði, snyrtivörum, efnaiðnaði og einnig landbúnaði. Leitað verður að slíkum efnum í sjávarörverum en einnig hitakærum örverum. Erfðaefni með upplýsingum um smíði viðkomandi efna verður komið fyrir í þar til gerðum framleiðsluörverum og efnin framleidd í stórum stíl. Ennfremur verður erfðatækni beitt til þess að smíða ný efni með nýja eiginleika.
Heimasíða verkefnisins er eftirfarandi:
https://www.secreted.eu/
Further information about the project:
The project will focus on reutilizing sampling efforts by screening already collected microbial collections from previous European initiatives. Machine Learning algorithms (ML) will be deployed to reveal the genetic mechanisms responsible for their biosynthesis and to expand the chemical diversity of such bio-based compounds. To this end, databases inspection and data collected by participants will be combined to construct a unique microbial amphiphilic compound space comprehending molecular structures, physicochemical characteristics, associated bioactivities and revealed genetic mechanisms responsible for their biosynthesis. To expand the chemical diversity and enhance the industrial sustainable exploitation of such bio-based compounds, Biosynthetic gene clusters (BGCs) in charge of the production of these molecules will be reverse engineered by standardizing and modularizing the genetic elements comprising such clusters. Their potential benefits will be broadened by looking for Industry-driven (agrochemical, cosmetic, nutrition and health) formulations based on the engineered combinations of genetic elements expressed in suitable microbial hosts. New strains will then be designed, built and tested in an iterative process for the development of viable and sustainable industrial processes. To achieve its goals, SECRETed brings together a multidisciplinary team from 15 European countries integrating microbiology, mystems and synthetic biology, natural product chemistry, industrial testers, industrial bioprocessing, sustainability assessments and market analysis and knowledge exchange.