Trendy-Cod: Saltfiskkræsingar

Heiti verkefnis: Trendy-Cod

Samstarfsaðilar: Matis, Møreforsking Ålesund SA, iNOVA, Atlanterhavsparken, Brodrene Sperre, Destinasjon Ålesund, DryTech, Grimur Kokkur, Gutti Winther, Klubbur Matreiðslumeistara, Kosin, Leif Sorensen, Menntaskólinn í Kópavogi, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Vadhorn, Visit Faroe Islands

Rannsóknasjóður: NORA og AG-Fisk

Upphafsár: 2022

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Löng hefð er fyrir vinnslu saltfisks hér á landi, sem og í Noregi og Færeyjum, en vinnsla hans á sín sérkenni í hverju landi fyrir sig. Í dag telst saltfiskur sælkeravara sem nýtur mikilla vinsælda víða um heim en áður fyrr var saltið fyrst og fremst notað til að lengja geymsluþol fisksins.

Til að styrkja stöðu saltfisksins, með sína löngu hefð, sögu og tengsl við norræn lífsviðurværi, er mikilvægt að efla virðiskeðjuna í heild sinni, frá framleiðendum og smásöluaðilum, til matreiðslumanna og neytenda. Markmið verkefnisins er að þróa nýja eða bætta tilbúna rétti sem byggja á hefðbundum saltfiski.  Verkefnið hefur hlotið styrk tveggja norrænna sjóða, NORA og AG-Fisk og munu 16 þátttakendur frá Íslandi, Noregi og Færeyjum taka þátt í því. Hópurinn samanstendur af sérfræðingum í saltfiskvinnslu og gæðum, matreiðslu, matvælaframleiðslu, miðlun og ferðaiðnaði, sem munu miðla af þekkingu sinni og vinna saman að vinnslu og vöruþróun girnilegra saltfiskrétta til að efla þetta frábæra hráefni sem saltfiskurinn er.