SECRETed: Sjálfbær nýting lífefna úr sjávarörverum

Heiti verkefnis: SECRETed

Samstarfsaðilar: Optimización Orientada a la Sostenibilidad S.L., Pharma Mar, S.A, Accuplex Diagnostics Ltd, Stazione Zoologica Anton Dohrn, Ethniko Kai Kapodistriako Panepistimio Athinon, Eberhard Karls Universitaet Tuebingen, Vertech Group, Bio Base Europe Pilot Plant VZW, Sphera Encapsulation SRL, Imperial College London, Universidad de Sevilla, Lunds Universitet, Axia Innovation UG, Sylentis

Rannsóknasjóður: EU-H2020

Upphafsár: 2021

Tengiliður

Guðmundur Óli Hreggviðsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudmundo@matis.is

Lífefni úr sjávarörverum geta nýst á fjölbreyttan hátt þar á meðal sem lyf og heilsuvörur. Verkefnið SECRETed (Sustainable Exploitation of bio-based Compounds Revealed and Engineered from natural sources) er Evrópuverkefni sem gengur út á skimun sjávarörvera fyrir slíkum efnum og framleiðslu efnanna í sérstökum frumuverksmiðjum.

Matís mun skima örverustofna og víðerfðamengi (metagenome) örverusamfélaga hafsins í kringum Ísland auk strandhvera og þróa sérstakar frumverksmiðjur hitakærra örvera til framleiðslu valinna efna.

SECRETed er þverfaglegt Evrópuverkefni (H2020), samstarf Háskóla, rannsóknarstofnanna og stórra og lítilla fyrirtækja. Verkefnið gengur út á sjávarlíftækni þar sem markmiðið er að einangra og framleiða náttúruleg efni með „yfirborðsvirkni“ (surfactants) og einnig ákveðna gerð flutningsefna (siderophores). Nýta má slík efni í lyfjaiðnaði, snyrtivörum, efnaiðnaði og einnig landbúnaði. Leitað verður að slíkum efnum í sjávarörverum en einnig hitakærum örverum. Erfðaefni með upplýsingum um smíði viðkomandi efna verður komið fyrir í þar til gerðum framleiðsluörverum og efnin framleidd í stórum stíl. Ennfremur verður erfðatækni beitt til þess að smíða ný efni með nýja eiginleika.

Heimasíða verkefnisins er eftirfarandi:
https://www.secreted.eu/