Sérstaða matvæla frá íslenskum landbúnaði

Heiti verkefnis: Sérstaða matvæla frá íslenskum landbúnaði

Rannsóknasjóður: Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Upphafsár: 2020

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Í verkefninu er fengist við að draga saman gögn um efnainnihald matvæla frá íslenskum landbúnaði og varpa með því ljósi á sérstöðu og mikilvægi innlendu framleiðslunnar. Með efnainnihaldi er átt við næringarefni, aðskotaefni og andoxunarefni.

Allra fáanlegra innlendra heimilda verður aflað og þær rýndar. Einnig verða viðeigandi erlend gögn rýnd en á seinni árum hafa komið fram athyglisverðar niðurstöður um efnainnihald matvæla á norðlægum slóðum. Verkefnið hófst 2020 og því lýkur 2021. Styrktaraðili er Framleiðnisjóður landbúnaðarins.