Verkefnið er unnið fyrir Sandhól bú ehf. en búið er stærsti framleiðandi hafra á landinu.
Markmiðið er að auka virði hafrauppskerunnar á Íslandi með því að nýta hana til framleiðslu á haframjólk og styrkja þannig rekstrargrundvöll innlendrar hafraræktar. Verkefnið hófst 2021 og því lýkur 2022. Styrktaraðili er Matvælasjóður.