Mannakorn – Hafrar

Heiti verkefnis: Mannakorn – Hafrar

Samstarfsaðilar: Landbúnaðarháskóli Íslands

Rannsóknasjóður: Matvælasjóður

Upphafsár: 2021

Þjónustuflokkur:

Grænmeti og korn

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Verkefninu var stýrt af Landbúnaðarháskóla Íslands. Í verkefninu var leitað að heppilegum hafrayrkjum fyrir ræktun á Íslandi.

Starfsmenn Landbúnaðarháskólans gerðu tilraunir með ræktun fjölmargra hafrayrkja. Hlutverk Matís var: (1) Gæðaskoðun á sýnum af höfrum með tilliti til útlits, skemmda og aðskotahluta samkvæmt alþjóðlegum viðmiðunum. (2) Mælingar á heildargerlafjölda, myglusveppa og gersveppa í hafrasýnum. (3) Mælingar á sveppaeiturefnum (e. mycotoxins) en þær voru gerðar erlendis. (4) Skynmat á sýnum af völsuðum höfrum sem voru notaðir til að útbúa hafragraut. Skynmatshópur var þjálfaður sérstaklega fyrir þetta verkefni. Bragð, áferð, lykt og fleiri skynrænir þættir voru metnir fyrir hafrasýnin og hafraflögur á markaði til samanburðar. Verkefnið hófst 2021 og því lauk á árinu 2022. Styrktaraðili var Matvælasjóður.

Mjög mikilvægar niðurstöður fengust fyrir sveppaeiturefni í hafrasýnum. Mælingar fóru fram á 11 sveppaeiturefnum (aflatoxín B1, B2, G1 og G2, okratoxín A, deoxynivalenol (vomiotoxín), zearalenón (ZON), T-2 toxín og HT-2 toxín, fúmonisín B1 (FB1) og fúmonisíni B2) í 6 hafrasýnum. Deoxynivalenol (DON) mældist í mjög lágum styrk í þremur sýnum en var ekki mælanlegt í öðrum sýnum. Hin sveppaeiturefnin voru ekki mælanleg í sýnunum. Hæsta mælda gildið fyrir DON var aðeins 8% af hámarsgildi fyrir hafra til manneldis og var þá byggt á reglugerð 1881/2006. Sjá frétt Matís hér ( Íslenskir hafrar nær alveg lausir við eiturefni – Matís (matis.is)  ) og  Bændablaðið 26.8.2021, bls. 10.