Mannakorn – Hafrar

Heiti verkefnis: Mannakorn – Hafrar

Samstarfsaðilar: Landbúnaðarháskóli Íslands

Rannsóknasjóður: Matvælasjóður

Upphafsár: 2021

Þjónustuflokkur:

Grænmeti og korn

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Hafrarækt er ný og vaxandi grein innan kornræktar á Íslandi. Í verkefninu er leitað að heppilegum hafrayrkjum fyrir ræktun á Íslandi.

Tilraunaræktun fer fram á nokkrum stöðum á landinu. Verkefninu er stýrt af Landbúnaðarháskóla Íslands og gera starfsmenn skólans ræktunartilraunir. Matís sér um að meta gæði uppskerunnar og kemur skynmatshópur Matís þar við sögu. Verkefnið hófst 2021 og því lýkur 2022. Styrktaraðili er Matvælasjóður.