Uppfærsla upplýsingaveitna um íslenskt svínakjöt

Heiti verkefnis: Uppfærsla upplýsingaveitna um íslenskt svínakjöt

Rannsóknasjóður: Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Upphafsár: 2020

Þjónustuflokkur:

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Verkefninu var ætlað að treysta upplýsingagjöf um svínakjöt í íslensku Kjötbókinni og íslenska gagnagrunninum um næringargildi (ÍSGEM), hvort tveggja eru mikið notaðar upplýsingaveitur á vefsíðu Matís. Verkefnið hófst árið 2020 og því lauk snemma árs 2021. Styrktaraðili var Framleiðnisjóður landbúnaðarins. 

Í skýrslu verkefnisins ( Svínakjöt – Gögn fyrir upplýsingagjöf – Matís (matis.is) )  má finna upplýsingar um skiptingu svínakjöts í kjöt, puru og bein ásamt nauðsynlegum upplýsingum fyrir næringargildismerkingar. Gerðar voru mælingar á orkuefnum, fitusýrum og völdum vítamínum.  Hlutfall fjölómettaðra fitusýra var hátt í kjötinu og það reyndist frábær B1-vítamíngjafi og góður B12-vítamíngjafi.