Verkefninu er ætlað að treysta upplýsingagjöf um svínakjöt í íslensku Kjötbókinni og íslenska gagnagrunninum um næringargildi (ÍSGEM), hvort tveggja eru mikið notaðar upplýsingaveitur á vefsíðu Matís.
Jafnframt fá svínabændur og kjötvinnslufyrirtæki nauðsynlegar upplýsingar fyrir upplýsingagjöf og merkingar matvæla. Sýni af svínakjötsstykkjum eru greind í kjöt, fitu og bein, síðan eru gerðar næringarefnamælingar á svínakjöt. Niðurstöður eru skráðar í netútgáfu íslensku kjötbókarinnar og ÍSGEM næringarefnagagnagrunninn. Verkefnið hófst 2020 og því lýkur 2021. Styrktaraðili er Framleiðnisjóður landbúnaðarins.