Matvælið - hlaðvarp Matís

Verkaður hákarl – þjóðarréttur íslendinga?

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Snorri Páll Ólason er viðmælandi í Matvælinu að þessu sinni. Hann ræðir meistaraverkefnið sitt, Hákarlsverkun, sem unnið var í samstarfi við Bjarnarhöfn ferðaþjónustu, stærsta framleiðanda á kæstum hákarli á Íslandi með styrk frá Matvælasjóði.

Hefð fyrir hákarlsáti á Íslandi er rík og hægt er að rekja hana langt aftur í aldir. Þrátt fyrir það hafa sárafáar vísindalegar rannsóknir verið gerðar til þess að skoða eða bæta verkunarferil þessara matvæla. Snorri ásamt fleria starfsfólki Matís vann að úrbótum þar á.

Spjallið við Snorra er létt og skemmtilegt þar sem hann fer til dæmis yfir menninguna í kringum hákarlsát, vísindin sem liggja að baki því að verkun á hákarli er nauðsynleg þar sem kæsingin er bæði varðveisluaðferð og afeitrunarferill, lífseigar mýtur um kæsingu og margt fleira.

Hlustið á þáttinn í heild sinni á öllum helstu hlaðvarpsveitum eða í spilaranum hér að neðan:

IS