Nýsköpun, frumkvöðlar og menntastofnanir
Matís tekur þátt í verkefnum sem stuðla að aukinni þekkingu og færni einstaklinga með áherslu á nýsköpun og frumkvöðlaþjálfun.
Matís hefur staðið fyrir miklum fjölda viðburða og námskeiða sem styðja við nýsköpunar- og frumkvöðlahæfni, svo sem þjálfun í bættri nýtingu í matvælaframleiðslu og verðmætasköpun úr hliðarafurðum matvælavinnslu. Matís gefur einnig út ýmiskonar fræðsluefni sem miðlar upplýsingum um hvernig matvælavísindi, tækni og nýsköpun geta aukið verðmæti og sjálfbærni í matvælaframleiðslu.