Skýrslur

Stytting ræktunartíma kræklings ‐ LOKASKÝRSLA / Shortening the growing time of blue mussels on long lines

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdóttir, Guðrún G. Þórarinsdóttir, Jón Benedikt Gíslason, Hreiðar Þór Valtýsson, Björn Theodórsson, Hrönn Jörundsdóttir

Styrkt af:

Aukið verðmæti sjávarfangs (AVS), Hafrannsóknastofnunin, Matís, Sjávarútvegsmiðstöðin við Háskólann á Akureyri

Stytting ræktunartíma kræklings ‐ LOKASKÝRSLA / Shortening the growing time of blue mussels on long lines

Aðalmarkmið verkefnisins var að þróa og meta aðferð við áframræktun smáskelja kræklings á hengjum í sjó sem skilar uppskeru að minnsta kosti ári fyrr en hefðbundin ræktunaraðferð. Deilimarkmið voru að meta stofnstærð og nýliðunargetu á tilraunaveiðisvæðum smáskelja í Hvalfirði og upptöku kadmíums í kræklingi eftir flutning og í áframræktun.

Samanteknar ályktanir verkefnisins eru eftirfarandi:

a) Stofnstærðarmat kræklings í Hvalfirði leiddi í ljós töluvert stóran veiðalegan stofn og miðað við 10% veiðikvóta af stofnstærð væri hægt að veiða árlega 1 500 tonn í firðinum. Uppistaða stofnsins á flestum svæðum eru stórar skeljar sem ekki henta til áframræktunar.

b) Söfnun á villtri smáskel (u.þ.b. 20-30 mm) til útsokkunar og áframræktun á hengjum (skiptirækt) í sjó skilar uppskeru að minnsta kosti ári fyrr en hefðbundin ræktunaraðferð.

c) Hægt er að veiða smáskel, flytja, sokka og koma út á ræktunarsvæðum fjarri veiðisvæði. Stærð skelja hefur þó mikið að segja varðandi möguleika til áframræktunar, þar sem hreyfanleiki þeirra virðist fara minnkandi upp úr 25 mm skellengd. Í rannsókninni var uppskera af línum af veiddri og útsokkaðri skel um 5 kíló af markaðshæfri skel á lengdarmeter.

d) Þessi ræktunaraðferð getur verið gagnleg sem viðbót við hefðbundna ræktun. Að geta sótt villtan krækling til útsokkunar getur skipt miklu máli sérstaklega ef hefðbundin lirfusöfnun hefur farið forgörðum af einhverjum ástæðum. Niðurstöður núverandi verkefnis munu mögulega nýtast við fleira en styttingu á ræktunartíma og geta gegnt lykilhlutverki við uppbyggingu kræklingaræktar umhverfis landið.

e) Upptaka kadmíums í kræklingi getur verið vandamál eftir flutning og í áframræktun og mikilvægt er að fylgjast með styrk kadmíums í kræklingi áður en hann fer á markað.

This report presents results from a research project funded by AVS year 2009. The main aim of the project was to evaluate whether it would be possible to shorten the growing time of blue mussels so that they reach market size more rapidly. The following technique was tested; harvesting of natural stocks of blue mussel in two fjords in West Iceland where small individuals were sorted out from the catch (<40 mm) and put into socks to grow to market size in hanging culture. ><40 mm) and put into socks to grow to market size in hanging culture. Using this technique, small mussels between c.a. 20-30 mm in shell length reach market size (45mm+) in hanging culture in one year, while using traditional methods (spat collection and growth) this takes 2-3 years. This technique thus offers possibilities to utilize an unexploited natural stock of mussels and shorten considerably the growing time to market size.

Skoða skýrslu