Skýrslur

Viðhorf og fiskneysla ungs fólks 16 til 20 ára: Íhlutun á Akureyri Young consumer attitudes and fish consumption: Improved image of seafood

Útgefið:

01/02/2009

Höfundar:

Gunnþórunn Einarsdóttir, Ása Vala Þórisdóttir, Fanney Þórsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Emilía Martinsdóttir, Friðrik H. Jónsson, Inga Þórsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi: R020-05

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Viðhorf og fiskneysla ungs fólks 16 til 20 ára: Íhlutun á Akureyri Young consumer attitudes and fish consumption: Improved image of seafood

1. Markmið verkefnisins „Viðhorf og fiskneysla ungs fólks: Bætt ímynd sjávarafurða“ var m.a. að afla upplýsinga um viðhorf og fiskneyslu ungs fólks. Hér er gerð gein fyrir niðurstöðum íhlutandi rannsóknar sem gerð var á ungu fólki á aldrinum 16-20 ára. Skoðað var hvort fræðsla um fisk og meira aðgengi að honum mundi skila sér í aukinni fiskneyslu og jákvæðari viðhorfum gagnvart fiski.

2. Aðferð og þátttakendur: Rannsóknin fór fram á nemendum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri sem bjuggu á nemendagörðunum Lundi. Íhlutunin fór fram á þann hátt að fiskmáltíðum í mötuneytinu var fjölgað um helming og haldnir voru fræðslufyrirlestrar fyrir nemendurna þar sem rúmlega 80 nemendur mættu (27%) og kynning sett á vefinn. Samin var viðhorfs- og neyslukönnun á formi spurningalista og hún lögð fyrir nemendurna. Sama könnunin var lögð fyrir haustið 2006 (n=225, 75%) fyrir íhlutunina og vorið 2007 (n=220, 73%) eftir íhlutunina. Spurningalistanum var skipta í sjö hluta: 1. Viðhorf til heilsu og fæðuflokka; 2. Fiskneysla og neysla ýmissa matvæla; 3. Smekkur fyrir fiskréttum; 4. Þættir sem hafa áhrif á fiskneyslu; 5. Forsendur fiskneyslu; 6. Utanaðkomandi áhrifavaldar, 7. Þekking varðandi fisk.

3. Niðurstöður: Íhlutunin skilaði betri þekkingu á fisknum og lýsisneyslan jókst um nær helming og meira hjá stúlkum en strákum. Þrjátíu og tvö prósent nemenda neyttu lýsis daglega eftir íhlutun en aðeins 22% fyrir íhlutun. Ennfremur neyttu 38% lýsis 4-7 sinnum í viku eftir íhlutunina en aðeins 28% fyrir íhlutun. Að meðaltali borðaði unga fólkið fisk sem aðalrétt 1,8 sinnum í viku fyrir íhlutun en 1,9 sinnum í viku eftir íhlutun en munurinn var ekki marktækur. Fiskneysla nemendanna er því ekki langt frá ráðleggingum Lýðheilsustöðvar. Hvað varðar hvatningu til fiskneyslu þá voru foreldrar sterkustu áhrifavaldarnir en áhrif þeirra minnkuðu aðeins eftir íhlutun. Viðhorf nemenda til fisks varð neikvæðara eftir íhlutun en þrátt fyrir það minnkaði fiskneysla þeirra ekki. Þeim sem ekki voru fyrir fisk fyrir íhlutun geðjaðist betur að honum eftir íhlutun. Markviss fræðsla um bæði hollustu fisks og aukið framboð á fjölbreyttum fiskréttum eru nauðsynleg til að stuðla að aukinni fiskneyslu ungs fólks.

The aim of the project “Young consumer attitudes and fish consumption: Improved image of seafood” was to obtain information on the attitudes of young people towards fish and fish consumption. Results are shown from an interventive research which was carried out on young people of the age group 16-20. It was examined if education about fish and its accessibility would result in increased fish consumption and more positive attitudes towards fish. Method and participants: Students from the college and vocational school at Akureyri participated in the study. The intervention was done by doubling the number of fish meals at the school’s canteens and informative lectures were given to over 80 students (27%) and information was given on the school web. The students answered a questionnaire on attitudes and consumption of fish. The same study was done twice; in the autumn 2006 (n=225, 75%) before the intervention and in spring 2007 (n=220, 73%) after the intervention The questionnaire was divided into 7 parts: 1. Attitudes towards health and food types; 2. Consumption of fish and other foods; 3. Liking of various fish dishes; 4. Factors affecting fish consumption; 5. Prerequisite of fish consumption; 6. External effects; 7. Knowledge about fish. Results: The intervention resulted in better knowledge about fish and the fish liver oil consumption almost doubled, more among girls than boys. Thirty-two percent of the students consumed fish oil daily after the intervention but only 22% before. Further, 38% consumed fish oil 4-7 times a week after the intervention but only 28% before. On average, the young people consumed fish as a main dish 1.8 times a week before the intervention but 1.9 after, the difference was not significant. The fish consumption of the students is therefore not far from the recommendation of the Public Health Institute of Iceland. The parents had most influence on encouraging increased fish consumption, but their effect decreased a little after the intervention. The attitudes of the students towards fish became more negative after the intervention but did not however decrease their fish consumption. Those who did not like fish before the intervention liked it better after the intervention. Systematic education on the wholesomeness of fish and increased variety of fish dishes are essential to encourage increased fish consumption among young people.

Skoða skýrslu
IS