Skýrslur

Production of bioactive peptides from fish proteins and their in vivo effect / Framleiðsla á lífvirkum peptíðum úr fiskpróteinum og eiginleikar þeirra í dýrum

Útgefið:

01/03/2014

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir, Björn Viðar Aðalbjörnsson

Styrkt af:

AVS (R 10083‐10)

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Production of bioactive peptides from fish proteins and their in vivo effect / Framleiðsla á lífvirkum peptíðum úr fiskpróteinum og eiginleikar þeirra í dýrum

Markmið verkefnisins var að framleiða fiskpeptíð á tilraunaverksmiðjuskala og rannsaka lífvirkni þeirra í tilraunarottum. Staðfesting á virkni in vivo er nauðsynleg fyrir árangursríka markaðssetningu afurðanna. Í verkefninu var þróuð framleiðsluaðferð sem gaf peptíð með mun meiri lífvirkni en við höfum áðurséð in vitro. Ekki gekk vel að mæla blóðþrýstingslækkandi eiginleika in vivo og niðurstöður voru ekki afgerandi varðandi virkni. Mikilvæg skref voru tekin í verkefninu til að hefja framleiðslu og markaðssetningu á lífvirkum afurðum úr aukahráefni fiskvinnslu.

The aim of the project was to produce fish peptides in a pilot plant and measure their bioactivity in vivo. Peptides with good bioactivity in vitro were processes but difficulties were observed when measuring their activity in vivo. Important steps were taken in the project towards production and marketing of bioactive peptides from fish cut offs.

Skýrsla lokuð til 05.03.2016

Skoða skýrslu

Skýrslur

Blóðþrýstingslækkandi áhrif (ACE-hindravirkni) í íslensku sjávarfangi – uppsetning mæliaðferða

Útgefið:

01/05/2007

Höfundar:

Lárus Freyr Þórhallsson, Margrét Geirsdóttir, Guðmundur Óli Hreggviðsson, Sigurður Vilhelmsson, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Blóðþrýstingslækkandi áhrif (ACE-hindravirkni) í íslensku sjávarfangi – uppsetning mæliaðferða

Meginmarkmið verkefnisins var að setja upp mælingar á ACE-hindra virkni á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (Matís ohf). Það er ásetningur Matís ohf að nýta þessar mæliaðferðir til að auka verðmæti íslensks sjávarfangs með því að kanna í hvaða afurðum þessi virkni finnst og þar með verði mögulegt að þróa nýjar afurðir og afla nýrra markaða fyrir íslenskt sjávarfang. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Háskólinn í LaRochelle í Frakklandi og Lyfjafræðideild Háskóla Íslands unnu saman að þessu verkefni. Ástæðan fyrir verkefninu var að á Rf er unnið að nokkrum verkefnum þar sem stefnan er að kanna svonefnda lífvirkni ( heilsusamleg/heilsubætandi) sjávarafurða. Lífvirkni er forsenda þess að mögulegt sé að markaðssetja vörur sem markfæði (functional food). Háskólinn í LaRochelle hefur sérhæft sig í mælingum á ACE-hindrandi áhrifum peptíða úr alls konar hráefni. Þessar mælingar hafa ekki verið gerðar á Íslandi. Stór hluti verkefnisins var unnin sem lokaverkefni í M.Sc. námi í lyfjafræði við Háskóla Íslands. Byggir skýrsla þessi að mestu leyti að mastersritgerð Lárusar Freys Þórhallssonar vorið 2007. Sett var upp og þróuð mæliaðferð til að mæla ACE-hindrun sem virkar til ákvörðunar á IC50 gildum samkvæmt gildingu með enalapríl. Einnig gefa niðurstöður til kynna að einhverja ACE-hindrandi virkni er að finna í þorskhýdrólýsati og var mesta virknin í hýdrólýsati sem síað var með 1 kDa síu. Afrakstur verkefnisins er því mæliaðferð sem nýtt verður í fjölmörgum verkefnum um lífvirkni í íslensku sjávarfangi. Verkefnið hefur óbein áhrif á verðmæti íslensks sjávarfangs með því að stuðla að þróun á vörum til notkunar í sérfæði, fæðubótarefni og markfæði.

Skoða skýrslu
IS