Skýrslur

Lífkol úr landeldi / Biochar from land-based aquaculture farming

Útgefið:

26/04/2024

Höfundar:

Anna Berg Samúelsdóttir - Matís, Birgir Örn Smárason - Matís, Jónas Baldursson - Matís, Jónas Viðarsson - Matís, Sylvía Rakel Guðjónsdóttir - First Water, Stefán Jessen - First Water, Helgi Þór Logason - First Water

Styrkt af:

Hringrásarsjóður

Tengiliður

Anna Berg Samúelsdóttir

Verkefnastjóri

annab@matis.is

Landeldi er örstækkandi atvinnugrein á Íslandi og er áætlað að á næstu fimm árum verði framleiðsla þess komin í um 100-150 þ. tonn. Fiskeldisseyra er órjúfanleg aukaafurð frá landeldi og magn þess áætlað miðað við fyrrgreindar framleiðslutölur um 215-353 þ. tonn. Með slíkt magn hráefnis sem ætla má að falli til við framleiðsluna er mikilvægt að leita allra leiða til þess að fanga það með bestu fáanlegri tækni hverju sinni í stað þess að dæla því út í nærliggjandi vistkerfi með tilheyrandi óafturkræfum umhverfisáhrifum. Auk þess felast mikil tækifæri í því að breyta þessum „úrgangi“ í verðmætan og sjálfbæran áburð eða jarðvegsbæti, í anda hringrásarhagkerfis, sem gæti gjörbylt íslensku fiskeldi jafnt sem landbúnaði. Sérstaklega þegar haft er í huga að Ísland flytur inn árlega um 50 þúsund tonn af tilbúnum áburði.

Í þessari skýrslu er gefið yfirlit yfir framvindu og helstu niðurstöður rannsóknar- og nýsköpunarverkefnisins „Lífkol úr landeldi“. Markmið verkefnisins var að efla hringrásarhagkerfið með því að greina fiskeldisseyru sem safnað var frá laxeldisstöðvum á landi, þróa leiðir til söfnunar og afvötnunar seyrunnar og skoða möguleika á að framleiða lífkol úr henni.

Í skýrslunni er farið yfir núverandi stöðu landeldis á Íslandi og þær áskoranir sem tengjast förgun fiskseyru, skýrslan veitir einnig yfirlit yfir stöðu mála varðandi framleiðslu á lífkolum, sem og þau lög og reglugerðir sem hafa þarf í huga varðandi notkun á fiskseyru og lífkolum til áburðar og jarðvegsbóta. Skýrslan veitir einnig upplýsingar um framvindu verkefnisins „lífkol úr landeldi“ og dregur fram helstu niðurstöður mælinga, tilrauna og þróunar á búaði.Til þess að fiskeldisseyra úr landeldi verði örugg og hagkvæm uppspretta áburðar og jarðvesbætis hér á landi þarf að efla rannsóknir á hráefninu og framleiðsluferlum. Þessi rannsókn er aðeins ein af tveimur sem gerðar hafa verið hér á landi á möguleikum fiskeldisseyru til áburðar- og lífkolagerðar á Íslandi. Gefur það vel til kynna að skilningur okkar og þekking á á umfangsefninu er enn á frumstigi. En eitt af því sem stendur rannsóknum sem þessum fyrir þrifum er aðgengi að sjóðum sem styrkja rannsóknir sem þessa.   

_____

Land-based salmon aquaculture is a new and fast growing industry in Iceland, with projections suggesting its production will reach 100-150 thousand tons/year in the next five years. An integral side-stream of land-based aquaculture is so called fish sludge, which consists mostly of faeces and uneaten feed. The volume of such fish sludge coming from a 100-150-thousand-ton salmon production is expected to be 215-323 thousand tons. Given the significant volume of this raw material, it is crucial to employ the best available technology to capture it rather than allowing it to enter in the surrounding ecosystem, and thereby avoiding associated irreversible environmental impacts. The opportunities in then turning this “waste” into valuable and sustainable fertilizer or soil enhancer, in the spirit of circular economy, is and option that could revolutionise Icelandic aquaculture and agriculture alike. Especially when considering that Iceland imports approximately 50 thousand tonnes of synthetic fertiliser every year.

This report provides an overview of the progress and main results of the research & innovation project “Biochar from land-based aquaculture farming”. The aim of the project was to promote the circular economy by analysing fish sludge collected from land-based salmon aquaculture farms in Iceland, develop means of collecting and dewatering the sludge, and examine the possibility of producing biochar from the sludge.

The report reviews the current status of land-based aquaculture in Iceland and the challenges associated with disposal of fish sludge, it also provides an overview on the state-of-art regarding biochar production, and regulatory constraints for the use of fish sludge and biochar. The report then provides information on the progress within the project and highlights main results.

For fish sludge from land-based aquaculture to be viable as a potential fertilizer in the future, research on the raw material needs to be intensified. This study represents only one of two conducted in Iceland, indicating that our understanding and definition of fish sludge applications for biochar or as a fertilizer are still in their infancy. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

Örverur til auðgunar fiskeldisseyru /  Microorganisms for aquaculture sludge enrichment   

Útgefið:

21/12/2023

Höfundar:

Anna Berg Samúelsdóttir, Matís, Alexandra Leeper, Sjávarklasinn, Clara Jégousse, Sjávarklasinn, Ólafur H. Friðjónsson, Matís, Elísabet Eik Guðmundsdóttir, Matís, Hörður Guðmundsson, Matís og Birgir Örn Smárason, Matís

Styrkt af:

Hringrásarsjóður

Tengiliður

Anna Berg Samúelsdóttir

Verkefnastjóri

annab@matis.is

Megin markmið verkefnisins „Örverur til auðgunar fiskeldisseyru“ var að þróa aðferð til að meðhöndla hliðarstrauma frá fiskeldi (seyru) með örverum svo seyran geti nýst sem áburður fyrir landbúnaðinn.  

Miðað við hraðan vöxt fiskeldis á Íslandi skiptir sköpum fyrir sjálfbærni iðnaðarins að finna lausnir fyrir hliðarstrauma og efla þannig hringrásarhagkerfið. Innleiðing lausna er stuðla að nýtingu hliðarstrauma, og efla hringrás, eru í samræmi við markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. 

Lagaumhverfi um nýtingu fiskeldisseyru sem áburð er bæði umfangsmikið og á köflum nokkuð flókið, þ.e. hvað má og hver veitir leyfi. Sem dæmi um kröfur til nýtingar seyru sem áburð þá verður að bera seyru á beitartún fyrir 1. desember ef nýta á svæðið til beitar, skepnum má þá beita á svæðið 5 mánuðum síðar eða í fyrstalagi 1. apríl.  

Í verkefninu var unnið að því að auðga nítrat í seyrunni með örverum til að auka möguleika á nýtingu seyrunnar sem áburðarefnis. Stofnað var til auðgunarræktunar með það að markmiði að auðga fyrir ammoníak-oxandi bakteríum í seyrunni. Einnig var gerð efnagreining á seyrunni til að meta næringarefnahlutfall hennar. Niðurstöður efnamælinga benda til þess að seyra geti verið tilvalin sem viðbót eða íblöndunarefni við til dæmis lífbrjótanlegan búfjáráburð Mikilvægt er að halda áfram með verkefni er stuðla að því að auka verðmæti hliðarafurða á borð við seyru til að halda næringarefnum innan hringrásarhagkerfisins. Nýting seyru sem áburðar er til hags fyrir bæði fiskeldisfyrirtæki sem og íslenskan landbúnað.  
_____

The primary objective of the project „Microorganisms for aquaculture sludge enrichment“ was to develop a method for treating side streams from aquaculture (sludge) using microorganisms, thereby rendering the sludge suitable for use as agricultural fertilizer. 

Given the rapid expansion of aquaculture in Iceland, finding solutions for side streams is imperative to sustain the industry and enhance circular economy practices. Implementing solutions that encourage side stream utilization aligns with the United Nations’ sustainable development goals. 

The legal landscape for utilizing fish farm sludge as fertilizer is extensive and, in certain aspects, complex, delineating what is permissible and who grants permission. For instance, applying sludge to pasture for grazing requires adherence to specific timelines, such as application before December 1st, with grazing permitted no earlier than 5 months later or on April 1st. 

The project focused on enriching the sludge’s nitrogen content with microorganisms. An enrichment culture was established to promote ammonia-oxidizing bacteria in the sludge, increasing its potential as a fertilizer. Chemical analysis of the sludge was conducted to evaluate its nutrient content. The results indicate that the sludge can serve as an ideal supplement or additive, for instance, with biodegradable livestock manure. Continuing projects that enhance the value of like sludge is crucial for maintaining nutrient cycles within the circular economy. The use of sludge as fertilizer is mutually beneficial for both aquaculture companies and Icelandic agriculture. 

Skoða skýrslu
IS